Forsíða

Brúna evrópska býflugan, Apis Mellifera mellifera, er býflugan sem er upprunnin á Norðurlöndum. Hún er afkomandi býflugnanna sem fylgdu ísjaðrinum þegar hann hopaði í lok síðustu ísaldar. Á 20. öld kynntu býflugnabændur aðrar undirtegundir hunangsbýflugna á svæðum þar sem norrænu býflugurnar lifðu. Þetta leiddi til þess að norræna brúna býflugan var hrakin frá og, í einhverjum tilvikum, blandaðist nýju undirtegundunum. Í dag er norræna brúna býflugan tegund í útrýmingarhættu.

Björgunaráætlun norðurlandanna varðandi norrænu brúnu býfluguna hefur verið virk í nokkur ár. Í samvinnu við sérfræðinga hefur staða býflugunnar verið tekin saman og verndaráætlun birt. Friðunaráætlunin hefur síðan verið gefin út í annarri útgáfu með tillögum.

Ennfremur hefur verið komið á fót opinberum vettvangi (Brown Bee Wiki) sem safnar upplýsingum um sérstakar björgunaraðgerðir fyrir brúnu býfluguna. Norrænt net býflugnaræktenda og annarra viðeigandi hagsmunaaðila hefur verið kynnt. Markmið tengslanetsins hefur verið að samræma starfsemi er varðar verndun og sjálfbæra nýtingu norrænu brúnu býflugnanna. Íslandsflugur eru nú hluti þessarra aðgerða.